Á hótelinu er veitingastaður sem er bæði ætlaður hótelgestum og almenningi en jafnframt eru salir fyrir fundi og viðburði.

Hótelið, sem er 129 herbergja hótel, hefur farið í gegnum umtalsverðar endurbætur og vinnur í nánu samstarfi við Klíníkina Ármúla. Þar starfa saman sérfræðingar á ólíkum sviðum með það sameiginlega markmið að hafa metnað í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði lækninga-, hjúkrunar-, vellíðunar-, og heilsuferðaþjónustu. Mikilvægur þáttur í því er að bjóða upp á góðan og girnilegan mat, án sykurs en fullan af krafti og orku.