Handverks- og hússtjórnarskólinn

Meginhlutverk Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað er að bjóða upp á heildstætt og hagnýtt nám sem nýtist nemendum í daglegu lífi og til frekara náms. Hann starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 og námið því einingabært á framhaldsskólastigi. Skólinn stuðlar að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi.
Stefna hans er að tryggja breiðum hópi fólks tækifæri til náms í litlu skólasamfélagi með persónulegri þjónustu, áherslu á verklegt nám með fjölbreyttum kennsluháttum og námsmati. Námið byggir á siðum og venjum frá fyrri tíð en aðlagar sig að nútímatækni og stefnum og straumum í þjóðfélaginu.
Skólinn býr nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Grunnþættir menntunar og lykilhæfni fléttast inn í allt skólastarfið. Leitast er við að efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust, umburðarlyndi og samskiptahæfni nemenda.