Air Iceland Connect

Air Iceland Connect  flýgur frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða innanlands, ásamt því að fljúga til Kulusuk, Narsarsuaq, Nuuk, Kangerlussuaq og Ilulissat á Grænlandi. Auk þess býður Air Iceland Connect flug til Færeyja og Aberdeen í Skotlandi. Flogið er til Aberdeen, Kangerlussuaq og Narsarsuaq og Akureyrar frá Keflavíkurflugvelli og frá og með 1. júní 2017 er flogið til Belfast á Norður Írlandi frá Keflavík. Air Iceland Connect er með þrjár Bombardier Q400 vélar í rekstri og tvær Bombardier Q200 vélar. 

Air Iceland Connect býður margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.