Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Sunnufold Laust er til umsóknar starf aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Sunnufold. Sunnufold er leikskóli í Foldahverfi í Grafarvogi. Í Sunnufold vinnum við samkvæmt hugmyndum um nám sem félagslegt ferli og mannauðsstefna og námskrá barnanna grundvallast á sameiginlegri sýn um að allir eru að læra saman alla daga. Við vinnum með fimm lykilhugtök; hamingja - málrækt - leikur - heilbrigði - sjálfræði. Við leitum að starfsmanni sem er fljótur að læra og er framúrskarandi í samskiptum og menningarstjórnun í sínu starfi. Reynsla af vinnu við þau kerfi sem notuð eruð af Reykjavíkurborg við launavinnslu og reikningavinnslu er kostur. Starfið er laust frá 1. maí nk., eða eftir samkomulagi. Starfshlutfallið er 80-100%. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu- og uppeldisstarfsins. Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans. Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans. Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra. Vera faglegur leiðtogi. Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari. Reynsla af stjórnun er æskileg. Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf. Góð tölvukunnátta. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Fanný Kristín Heimisdóttir í síma 693-9846 / 411-3900 og tölvupósti sunnufold@reykjavik.is . Sunnufold Frostafold 33 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar annast málefni eignasjóðs Reykjavíkurborgar og leiðir vinnu við fjárfestingaráætlun borgarinnar og áætlun um kaup og sölu eigna, umsýslu þeirra og gerð viðhaldsáætlunar í samráði við umhverfis- og skipulagssvið. Skrifstofan fer með hlutverk landeigandans, annast markaðssetningu og tekur þátt í þróun lands, gerir tillögur að reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar, framkvæmir stefnu borgarinnar í eflingu atvinnulífs og atvinnuuppbyggingar. Í samvinnu og samstarfi við önnur fagsvið vinnur skrifstofan einnig að markaðssetningu borgarinnar og að laða að innlenda og erlenda fjárfestingu. Skrifstofan er tengiliður Reykjavíkurborgar við ýmis fyrirtæki og stofnanir í þessum málaflokki. Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar heyrir beint undir borgarritara og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er í starf skrifstofustjóra til fimm ára. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðir þróun skrifstofunnar og hefur faglegt frumkvæði að umbótum og þróun á sviði eigna og atvinnuþróunar þvert á borgarkerfið. Leiðir markaðssetningu og tekur þátt í þróun lands með atvinnustefnu borgarinnar og aðalskipulag að leiðarljósi í samráði og samvinnu við fagsvið og fyrirtæki borgarinnar, önnur sveitarfélög, hið opinbera sem og einkaaðila. Ábyrgð á rekstri, þjónustu og mannauðsmálum skrifstofunnar. Hefur eftirlit með framvindu fjárfestingaáætlunar og ber ábyrgð á frumskoðun fjárfestingahugmynda. Ber ábyrgð á áætlanagerð um fjárþörf og fjármögnun fjárfestinga með fjármálaskrifstofu. Skrifstofustjóri tilheyrir áhættustýringarhópi borgarráðs og ber ábyrgð á eignarsjóði. Skrifstofustjóri tilheyrir fjármálahópi borgarstjóra og tekur þannig virkan þátt í undirbúningi fjárhagsáætlunar borgarsjóðs. Skrifstofustjóri tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. Hæfniskröfur Háskólagráða og framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun æskileg. Þekking og reynsla á fagsviði skrifstofunnar. Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu. Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. Reynsla í samningatækni er kostur. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í norrænu máli er kostur. Geta til að vinna undir álagi. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skr. eigna og atvinnuþróunar Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Eiríksson í síma og tölvupósti stefan.eiriksson@reykjavik.is . Tjarnargötu 11 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Sumarstarf
Heimaþjónusta Vesturgötu 2 Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða óskar eftir starfsmönnum til að sinna félagslegri heimaþjónustu í þessum hverfum. Um er að ræða fullt starf í dag eða kvöldvinnu. Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita þjónustu eftir þjónustusamningi sem gerður hefur verið við notendur. Meðal verkefna er; aðstoð við heimilishald, þrif, félagslegur stuðningur, persónuleg umhirða og fl. Hæfniskröfur Reynsla af heimaþjónustu eða umönnunarstörfum æskileg Færni í mannlegum samskiptum Vandvirkni og sjálfstæði í starfi Bílpróf Hreint sakavottorð Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 15.4.2018 Ráðningarform: Sumarstarf Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Theresia Einarsdóttir í síma 4119650 og tölvupósti gudbjorg.t.einarsdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða Lindargötu 27 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Nóaborg Leikskólinn Nóaborg auglýsir starf deildarstjóra fyrir haustið á deild næstelstu barnanna. Starfið er laust frá 1. maí.   Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem er staðsettur í Stangarholti 11, 105 í nágrenni við Klambratún sem og góðar samgöngur í allar áttir. Leikskólinn leggur áherslu á leik með stærðfræði og læsi auk þess sem notkun upplýsingatækni í starfinu er mikil og fjölbreytt. Í leikskólanum starfar góður hópur frábærra starfsmanna og mikill stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur einkennt leikskólann.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 20.3.2019 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Margrét Ólafsdóttir í síma 562-9595 og tölvupósti anna.margret.olafsdottir@reykjavik.is . Nóaborg Stangarholti 11 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Frístundaklúbburinn Höllin Frístundamiðstöðin Gufunesbær óskar eftir starfsfólki í sértæku félagsmiðstöðina Höllina. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir þrjár sértækar félagsmiðstöðvar og er Höllin staðsett í Egilshöll í Grafarvogi. Sértæku félagsmiðstöðvarnar bjóða fötluðum börnum og unglingum upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 10-16 ára barna og unglinga lýkur. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur og eru þeir lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar leggur áherslu á starfsþróun og vellíðan starfsfólks.     Helstu verkefni og ábyrgð * Taka þátt í skipulagningu á faglegu frístundastarfi fyrir 10 -16 ára börn og unglinga. * Samráð og samvinna við þátttakendur í sértæku félagsmiðstöðinni. * Leiðbeina þátttakendum í leik og starfi. * Vinna samkvæmt samþykktri einstaklingsáætlun. * Veita einstaklingsbundinn stuðning í samræmi við leiðbeiningar foreldra, forstöðumanns og ráðgjafaþroskaþjálfa. * Samskipti, samráð og samstarf við annað starfsfólk, foreldra og aðra sem koma að sértæku félagsmiðstöðinni. Hæfniskröfur * Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. * Áhugi á að vinna með börnum með sérþarfir. * Frumkvæði og sjálfstæði. * Færni í samskiptum. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfshlutfall: 70% Umsóknarfrestur: 10.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Jódís Lilja Jakobsdóttir í síma 411-5600 og tölvupósti jodis.lilja.jakobsdottir@reykjavik.is . Frístundaklúbburinn Höllin Gufunesbæ 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Hlutastarf
Íbúðakjarni Vallengi 2 Óskum eftir stuðningsfulltrúa til starfa á heimili fólks í Grafarvogi. Um er að ræða vaktavinnu aðra hvora helgi.     Helstu verkefni og ábyrgð Aðstoðar íbúa við athafnir daglegs lífs Hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni Aðstoðar við framkvæmd einstaklingaáætlana í samráði við forstöðumann/deildarstjóra Hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem þjónustunotendur fá Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af starfi með fötluðum æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði og metnaður í starfi Stundvísi og áræðanleiki Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og St.Rv. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 6.12.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir María Jónatansdóttir í síma 586-1100/897-1185 og tölvupósti maria.jonatansdottir@reykjavik.is . Miðgarður Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Útideild bílastæðasjóðs Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir stöðuvörðum hjá Bílastæðasjóð Reykjavíkur. Bílastæðasjóður stýrir nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði. Jafnframt hefur Bílastæðasjóður eftirlit með bifreiðastöðum í borginni til að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfaranda. Helstu verkefni og ábyrgð Eftirlit með bifreiðastöðum og notkun gjaldskyldra stæða í samræmi við vinnureglur Bílastæðasjóðs. Skrásetning stöðvunarbrotagjalda. Ritun umsagna um andmæli gegn álagningum. Eftirfylgni með virkni stöðu- og miðamæla á ákveðnu svæði. Leiðbeina viðskiptavinum um þjónustu Bílastæðasjóðs og aðstoða eftir því sem unnt er. Hæfniskröfur Ökuréttindi áskilin og góður skilningur á umferðarlögum. Tölvuþekking og góð íslensku-og enskukunnátta. Mikilvægt er að viðkomandi geti tekist á við erfiða viðskiptavini og leyst úr málum sem upp koma af yfirvegun og skynsemi. Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og áræðni. Stundvísi, reglusemi og almennt hreysti. Viðkomandi þarf að vera vel á sig kominn líkamlega og vera tilbúinn að inna verkefni sín af hendi í öllum veðrum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 30.6.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Albert Svanur Heimisson í síma 411 1111 og tölvupósti albert.heimisson@reykjavik.is . Umhverfis- og skipulagssvið Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Félagsmiðstöð Lindargötu Félagsmiðstöðin Vitatorgi, Lindargötu 59 óskar eftir að ráða virkniþjálfa í fullt starf. Í félagsmiðstöðinni er ýmis dagskrá í boði fyrir íbúa þjónustuíbúða og aðra gesti. Áherslur starfsins eru að fyrirbyggja eða draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastaf og sérstök námskeið. Áhersla er á sjálfsprottið félagsstarf þar sem reynt er að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Helstu verkefni og ábyrgð Skipulagning og framkvæmd félagsstarfs í samráði við þátttakendur, notendaráð og verkefnastjóra. Að styðja og virkja fólk til að standa fyrir eigin félagsstarfi. Að styðja og virkja fólk til þátttöku í opnu félagsstarfi. Að virkja íbúa í þjónustuíbúðum til þátttöku í félagsstarfi. Heldur utan um og styður sérstakt hópastarf fyrir fólk. Er í samstarfi með heimaþjónustuteymi, ráðgjöfum og öðrum sem vinna að því að virkja fólk til samfélagsþátttöku. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. félags- og tómstundafræði. Þekking og reynsla á þjónustu við fólk. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 9.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Drífa Baldursdóttir í síma 4119450 og tölvupósti drifa.baldursdottir@reykjavik.is . Félagsmiðstöð Lindargötu Lindargötu 59 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Hlutastarf
Droplaugarstaðir Droplaugarstaðir er hjúkrunarheimili með áherslu á heimilislegt umhverfi og sjálfsákvörðunarrétt heimilisfólks. Við leggjum einnig áherslu á metnað í starfi og samvinnu heimilisfólks og starfsfólks. Við leitum eftir jákvæðum einstaklingi sem býr yfir góðum samskiptahæfileikum til starfa við aðlynningu. Unnið er í vaktavinnu og starfshlutfall samkomulagsatriði. Unnið er aðra hvora helgi. Einnig óskum við eftir starfsfólki til starfa við aðhlynningu aðra hvora helgi. Helstu verkefni og ábyrgð Sinna aðhlynningu og umönnun einstaklinga Veita persónulega aðstoð og stuðning við athafnir daglegs lífs Hæfniskröfur Góð almenn menntun Íslenskukunnátta skilyrði Félagsliðanám kostur Reynsla af umönnun æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð Stundvísi Lágmarksaldur 18 ár Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags. Starfshlutfall: 0% Umsóknarfrestur: 8.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Davíðsdóttir í síma 414-9504 og tölvupósti johanna.davidsdottir@reykjavik.is . Droplaugarstaðir Snorrabraut 58 105 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Furuskógur Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Furuskógi lausa til umsóknar. Furuskógur er sex deilda leikskóli með tvær starfsstöðvar í Fossvogi í Reykjavík. Áherslur í starfi skólans eru sköpun, útinám og lífsleikni, auk þess sem læsi er stór þáttur í námi barnanna. Unnið er með lýðræði í leikskólastarfinu þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er hafður að leiðarljósi, börnin tjá skoðanir sínar, geta valið og hafnað og haft áhrif á eigin þekkingaröflun, menningu og lífsgildi. Leikskólinn hefur innleitt PBS sem er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun og áhersla er lögð á jákvæð samskipti, hrós, umhyggju og hlýju. Umhverfi skólans er mjög fjölbreytt og náttúruparadís Fossvogsdalsins er í næsta nágrenni með iðandi fuglalífi, fjölbreyttum gróðri og veðursæld. Gott samstarf er við aðra skóla í hverfinu og íþróttafélagið Víking auk þess sem Furuskógur er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Furuskógi.   Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2018.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. Reynsla af stjórnun æskileg. Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. Lipurð og hæfni í samskiptum. Sjálfstæði og frumkvæði. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórenda leikskóla. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg M Gunnlaugsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is . Furuskógur v/ Áland 108 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Blásalir Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Blásali.   Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Einnig byggir hún á lögum, aðalnámskrá og þeim lífsgildum sem starfsfólk hefur komið sér saman um að leggja til grundvallar starfi sínu.   Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Elíasdóttir í síma 557-5720 og tölvupósti margret.eliasdottir@reykjavik.is . Blásalir v/Brekknaás 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Hlutastarf
Leikskólinn Grænaborg Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í 50% starf í leikskólanum Grænuborg sem er fjögurra deilda leikskóli staðsettur efst á Skólavörðuholtinu. Meginmarkmið Grænuborgar er að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins og unnið er eftir fjölgreindarkenningunni.   Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir. Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum. Hæfniskröfur Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla af sérkennslu æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 50% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Sif Hauksdóttir í síma 693-9842 og tölvupósti gerdur.sif.hauksdottir@reykjavik.is . Grænaborg Eiríksgötu 2 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Hlutastarf
Heimili fyrir börn Móvað 9 Óskar eftir að ráða félagsliða/stuðningsfulltrúa í sértækt húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Um vaktavinnu er að ræða. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningur, hvatning og aðstoð við þjónustunotendur til félagslegrar virkni og sjálfshjálpar. Tekur þátt í teymisvinnu Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa. Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns. Hæfniskröfur Félagsliðapróf/góð almenn menntun Íslenskukunnátta Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum æskileg. Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi. Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð í vinnubrögð. Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar Starfshlutfall: 38% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir í síma 533 1125 og tölvupósti stefania.bjork.sigfusdottir@reykjavik.is . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 115 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Grænaborg Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Grænuborg sem er fjögurra deilda leikskóli staðsettur efst á Skólavörðuholtinu. Meginmarkmið Grænuborgar er að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins og unnið er eftir fjölgreindarkenningunni.   Starfið er laust frá 1. júní nk., eða eftir samkomulagi   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Sif Hauksdóttir í síma 693-9842 og tölvupósti gerdur.sif.hauksdottir@reykjavik.is . Grænaborg Eiríksgötu 2 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Rauðhóll Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Rauðhóll er tíu deilda leikskóli með þrjár starfsstöðvar, þar á meðal útikennslusvæði í Björnslundi. Áhersla er lögð á leikgleði, útikennslu og að skapa gott og fjölbreytt starfsumhverfi þar sem hver og einn fær að njóta sín, bæði börn og fullorðnir. Starfið er laust nú þegar.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Áhugi á útikennslu Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sólveig Vignisdóttir í síma 693-9812 og tölvupósti gudrun.solveig@reykjavik.is . Rauðhóll Sandavað 7 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Hlutastarf
Heimili fyrir börn Móvað 9 Óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða háskólamenntaðan til starfa í sértækt húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn/ungmenni í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.   Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.   Um afleysingu er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur,fagaðila og aðra starfsmenn. Fræðir nýtt starfsfólk og leiðbeinir því. Tekur þátt í gerð og framkvæmd einstaklingsáætlana í samráði við forstöðumann/deildarstjóra Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni. Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns og deildastjóra Hæfniskröfur B.A próf í þroskaþjálfafræðum eða háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda. Reynsla af starfi með fjölfötluðum börnum og/eða ungmennum mikill kostur. Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi. Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði. Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni. Íslenskukunnátta Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þ Starfshlutfall: 60% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Velferðarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir í síma og tölvupósti . Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Hraunbæ 115 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Afleysingarstarf
Vættaskóli Vættaskóli auglýsir eftir kennara í forföll í 2. bekk. Vættaskóli er heilstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. - 10. bekk auk Valvers á unglingastigi. Vættaskóli er starfræktur á tveimur starfsstöðum í Grafarvogi. Nemendur eru um 500 og starfsmenn um 90 talsins.   Einkunnarorð Vættaskóla eru: Vellíðan - metnaður - árangur.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Hæfniskröfur Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari Menntun og hæfni til almennrar kennslu á yngsta stigi. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi. Faglegur metnaður. Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 4.4.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Þuríður Óttarsdóttir í síma 411-7750 og tölvupósti thuridur.ottarsdottir@rvkskolar.is . Vættaskóli Vallengi 14 112 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Leikskólinn Grænaborg Deildarstjóri óskast til starfa í tímabundna afleysingu í leikskólann Grænuborg sem er fjögurra deilda leikskóli staðsettur efst á Skólavörðuholtinu. Meginmarkmið Grænuborgar er að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins og unnið er eftir fjölgreindarkenningunni.   Starfið er laust til 31. ágúst nk., með möguleika á framlengingu.   Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.   Helstu verkefni og ábyrgð Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.: Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 5.4.2018 Ráðningarform: Timabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Sif Hauksdóttir í síma 693-9842 / 551-4470 og tölvupósti gerdur.sif.hauksdottir@reykjavik.is . Grænaborg Eiríksgötu 2 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Austurbæjarskóli Lausar eru til umsóknar staða kennara á miðstigi í Austurbæjarskóla. Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru 450 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í skólanum er öflugt foreldrafélag og er samvinna við foreldra og nærsamfélag gott. Komandi skólaár boðar spennandi tíma í Austurbæjarskóla og er þörf á dugmiklu skapandi fagfólki, kennurum og kennarateymi, til að leggja góðu skólastarfi lið. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Helstu verkefni og ábyrgð - Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra. - Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. - Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk. Hæfniskröfur - Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. - Menntun og hæfni til almennrar kennslu á yngsta stigi, miðstigi eða í unglingadeild. - Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. - Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi. - Faglegur metnaður. - Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. - Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara. Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 1.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jóhannesdóttir í síma 4117200 og tölvupósti kristin.johannesdottir@rvkskolar.is . Austurbæjarskóli v/ Vitastíg 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg Reykjavík, Ísland
22/03/2018
Fullt starf
Verkbækistöð 2 Verkbækistöð II Verkbækistöð II þjónar Breiðholti, Árbæ, Ártúnsholti, Norðlingaholti, Selási, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Hálsum, Höfðum og Kjalarnesi. Verkefni felast í viðhaldi skrúðgarða, hirðing trjágróðurs, útplöntun sumarblóma og niðursetning haustlauka. Einnig sér stöðin á sínu starfssvæði um hirðingu blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum, bæði á opnum svæðum og stofnanalóðum. Verkbækistöðin hefur einnig umsjón með matjurtargörðum borgarbúa í Skammadal og í Mosfellsdal. Helstu verkefni og ábyrgð Hafa umsjón með gróðri í ákveðnum borgarhluta og allt sem snýr að honum gróðurlega séð, t.d. klippingar, plantanir á trjám, runnum og sumarblómum, grasslætti, viðhaldi, endurnýjun á beðum o.fl.. Hæfniskröfur Garðyrkjufræðingur úr Landbúnaðarháskóla Íslands eða sambærileg menntun. Reynsla af störfum í garðyrkju æskileg. Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi. Almenn ökuréttindi. Líkamlegt hreysti. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Samiðnar Starfshlutfall: 100% Umsóknarfrestur: 3.4.2018 Ráðningarform: Ótímabundin ráðning Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnsteinn Olgeirsson í síma og tölvupósti gunnsteinn.olgeirsson@reykjavik.is . Verkbækistöð II - Árbæjarblettur Rafstöðvarvegi 37 110 Reykjavík