FRAKT - FLUTNINGAMIÐLUN EHF

Við erum þjónustufyrirtæki sem byggir á sveigjanleika og persónulegri þjónustu. Við viljum vera þekkt fyrir hátt þjónustustig, faglega ráðgjöf, samkeppnishæf verð og að hafa þarfir viðskiptavina okkar alltaf í forgang. Við ætlum að verða leiðandi í flutningsmiðlun á Íslandi.
Hlutverk okkar er að bjóða inn- og útflytjendum öflugan valkost varðandi flutninga og tengda þjónustu til og frá landinu. Við ætlum að koma með nýjar og ferskar flutningalausnir. Við erum Frakt.