Hestamannafélagið Fákur

Fyrstu félagasamtök hestamanna. Það er okkur öllum hollt að líta yfir farinn veg. Það gefur okkur færi á því að læra af reynslu annarra, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, því sjaldnast erum við að finna upp hjólið. Á næsta ári verður Fákur níræður og af því tilefni er gaman að dusta rykið af sögunni og skoða upphafið að stofnun okkar góða félags og hvernig hestamannafélagið Fákur varð að því stórveldi sem  það er í dag.