Húðfegrun

Húðmeðferðarstofan Húðfegrun býður upp á heildrænar húðmeðferðir án skurðaðgerða. Húðfegrun var stofnuð árið 2000 og er stofan sú eina sinnar tegundar hér á landi. Eigendur stofunnar eru Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur og Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur. Díana Oddsdóttir er stofnandi stofunnar og hefur starfað við hana frá upphafi.
Allar meðferðir sem Húðfegrun hefur upp á að bjóða eru heildrænar húðmeðferðir án skurðaðgerða. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan hefur upp á að bjóða. Starfsfólk er stöðugt að fylgjast með öllum nýjungum sem koma á markaðinn.