Menntamála­stofnun

Menntamálastofnun tók að fullu til starfa þann 1. október 2015 en lög um stofnunina voru samþykkt á Alþingi í júlí það ár. Samkvæmt lögum nr. 91/2015 er Menntamálastofnun stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.