Leikskólinn Sælukot

Leikskólinn Sælukot, sem tekur við börnum frá aldrinum 18 mánaða aldri til sex ára, býður nemendum sínum upp á skemmtilega og fræðandi menntun. Við leggjum eindregna áherslu á “að læra gegnum athöfn” (learning by doing), og styðjum börnin í því að taka sínar eigin ákvarðanir, einstaklingsbundið og sem hópur. Leikgleði barna er helsti aflvaki athafna þeirra. Því leggjum við ríka áherslu á frjálsan leik þeirra sem leið til menntunar og þroska. 
Leikskólinn Sælukot fer eftir stefnu Ný-Húmanískra fræða, en leiðandi hugsuður Ný-Húmanisma er indverski heimspekingurinn, þjóðmálafrömuður
og dulspekingur, Prabhat Rainjan Sarkar (1921-1990).