Alþjóðaskólinn á Íslandi

  • Iceland
Alþjóðaskólinn á Íslandi (The International School
of Iceland) er öflugur og vaxandi alþjóðlegur
grunnskóli sem staðsettur hefur verið í Garðabæ
frá árinu 2006. Skólinn á rætur sínar að rekja til
bandaríska sendiráðsskólans en varð alþjóðlegur
skóli árið 2004. Skólinn býður upp á tvítyngda námsbraut
samhliða enskri námsbraut fyrir nemendur í
5 ára bekk og upp í 10. bekk. Skólinn hefur nýlokið
ströngu alþjóðlegu faggildingarferli.