Vesturbyggð

  • Iceland
Vesturbyggð er tæplega 1100 manna samfélag í mikilli sókn. Þar eru
tveir þéttbýliskjarnar, Patreksfjörður er stærstur með 700 íbúa og svo
Bíldudalur með 220 íbúa. Í kring er blómlegt dreifbýli með öflugum
landbúnaði og ferðaþjónustu. Um 5 tíma akstur er til Reykjavíkur og
þá gengur ferjan Baldur árið um kring milli Stykkishólms og Brjánslækjar.
Áætlunarflug er frá Bíldudal.

Öll almenn þjónusta svo sem leik- grunn og tónskóli, heilsugæsla
ásamt frábærri aðstöðu til almennrar íþróttaiðkunar er á staðnum.