Grænir skátar

Grænir skátar eru með fyrirtækjaþjónustu og söfnunargáma viðsvegar um landið.

Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta býður upp á þá þjónustu að við komum til fyrirtækja og félagasamtaka og sækjum dósirnar reglulega, flokkum, teljum og skilum tilbaka í formi peningagreiðslu. Við tökum svo þóknun af hverri dós fyrir sem nýtist í skátastarf um allt land.
Dósasöfnun GRÆNNA SKÁTA er þjóðþrifafyrirtæki sem breytir afrakstri neyslusamfélags í gjaldeyrisskapandi tekjulind fyrir heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks. Það er beinlínis í skátadagskránni og í skátalögunum sem segja: – Skáti er nýtinn. – Skáti er náttúruvinur.

Grænir skátar eru með heimasíðuna graenirskatar.is og erum í síma 550-9812