Artictrucks

Artictrucks
17/03/2018
Fullt starf
Arctic Trucks á Íslandi óskar eftir að ráða reyndan og kraftmikinn verkstjóra á þjónustuverkstæði. Viðkomandi þarf að vera ábyrgðarfullur og skipulagður, auk þess að búa yfir mikilli þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.  Þjónustuverkstæði Arctic Trucks flutti nýverið í nýtt og stærra húsnæði þar sem boðin er smur- og viðgerðarþjónusta fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa, stóra sem smáa. Verkstæðið er viðurkennt þjónustuverksæði fyrir Toyota og getur því framkvæmt allar ábyrgðar- og þjónustuviðgerðir á öllum Toyota bílum. Starfssvið: Verkstjórn og dagleg stjónun á þjónustuverkstæði Bílaviðgerðir Umsjón með innkaupum fyrir þjónustuverkstæði Mannaforráð Samstarf við verkstæðismóttöku vegna innbókana og útskrifta á reikningum.   Menntunar- og hæfniskröfur: Bifvélavirkjamenntun Góð reynsla sem bifvélavirki Reynsla af verkstjórn Góð almenn tölvukunnátta Leiðtogahæfileikar Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Jákvæðni og þjónustulund   Umsóknarfrestur er til og með 25. mars. nk. Umsóknir sendist hér í gegn um kerfi Talent. Nánari upplýsingar veitir Bryndís, bryndis@talentradning.is, s: 773-7400.