Krabbameinsfélagið

  • Iceland
Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951. Aðildarfélög eru um 30, bæði svæðafélög um land allt og stuðningshópar sjúklinga.
Krabbameinsfélag Íslands var stofnað 27. júní 1951. Aðildarfélög eru um 30, bæðisvæðafélög um land allt og stuðningshópar sjúklinga. Aðalfundur, sem haldinn er árlega, kýs sjö manna stjórn sem kemur saman að jafnaði mánaðarlega til funda. Velta Krabbameinsfélags Íslands er rúmlega 800 milljónir króna á ári. Starfsmenn eru um 56 í um 43 stöðum. Helstu tekjustofnar eru gjöld fyrir veitta þjónustu, ríkisframlag og ekki síst stuðningur almennings.
Krabbameinsfélagið
09/03/2018
Fullt starf
Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabba­meina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.  Hjá Krabbameinsskrá eru skráð öll krabba­mein sem greinast hjá þjóðinni. Einnig eru þar stundaðar faraldsfræðilegar rannsóknir er tengjast orsökum og útbreiðslu krabbameina og horfum krabbameinssjúklinga. Til starfa hjá Krabbameinsskrá vantar okkur starfsmann í afleysingar í eitt ár frá og með 1. júní 2018. Um er að ræða fjölbreytt starf, sem m.a. felur í sér framsetningu tölfræði­upplýsinga um krabbamein, skráningu á forspárþáttum krabbameina og umsjón með tölvuforritum. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma.  Í starfinu er gerð krafa um meistaragráðu, gjarnan í heilbrigðisverkfræði eða skyldum greinum. Gerð er rík krafa um frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Kunnátta í ensku er nauðsynleg og reynsla af forritun æskileg.  Launakjör fara eftir kjarasamningi við viðeigandi stéttarfélag. Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrá skulu berast Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár á netfangið laufeyt@krabb.is í síðasta lagi 23. mars. Laufey veitir einnig nánari upplýsingar.