SORPA bs.

 • Gylfaflöt 5, Reykjavík, Rvk og nágrenni 112, Iceland
 • www.sorpa.is

SORPA er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær.

Verkefni byggðasamlagsins eru m.a. eftirfarandi:

 • Að útvega og starfrækja urðunarstað fyrir sorp.
 • Bygging og rekstur móttökustöðva. 
 • Flutningur á sorpi frá móttökustöðvum.
 • Framleiðsla og sala á eldsneyti og orku úr sorpi eftir því sem hagkvæmt þykir. 
 • Vinnsla og sala á efnum úr sorpi til endurnýtingar eftir því sem hagkvæmt þykir.
 • Samstarf og viðskipti við fyrirtæki er starfa á sviði endurvinnslu úrgangsefna eftir því sem hagkvæmt þykir. 
 •  Að fylgjast með tækniþróun á sviði sorpeyðingar og endurvinnslu. 
 •  Að sjá um eyðingu hættulegra úrgangsefna. 
 •  Að þróa nýjar aðferðir til þess að vinna verðmæti úr úrgangsefnum. 
 •  Að sinna kynningu á verkefnum SORPU bs. og gildi umhverfissjónarmiða við meðhöndlun sorps. 
 •  Gera svæðisáætlanir sbr. lagakröfur hverju sinni. 
 •  Önnur verkefni sem aðildarfélögin fela byggðasamlaginu sérstaklega.
SORPA bs. Gylfaflöt 5, Reykjavík, Ísland
19/03/2018
Sumarstarf
SORPA bs. óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar í fjármáladeild. Starfsmaður mun skrá inn rekstrarreikninga og innheimtu ásamt því að sinna móttöku á starfstímanum með tilheyrandi skrifstofustörfum. Starfstími er frá miðjum maí til loka ágúst 2018 Job Requirements: Hæfniskröfur: Starfsreynsla og þekking á færslu bókhalds Að hafa áhugi á bókhaldi og skrifstofustörfum Þekking á Ax bókhaldskerfi Færni í töflureikni Færni í mannlegum samskiptum Nákvæmni og tölugleggni Áreiðanleiki og stundvísi