Katla jarðvangur einkennist af tíðri eldvirkni í bland við jökla. Þetta samspil hefur mótað mannlíf og búsetumynd á svæðinu frá landnámi. Náttúrufar jarðvangsins er sérstætt að því leiti að svartir sandar jökulhlaupanna og hafnleysa einkenna undirlendið sem er sundurskorið af jökulám. Undir jökulþöktum tindunum liggja megineldstöðvar og út frá þeim hafa hlaðist upp móberghryggir á tímum síðustu ísaldar, opnast gjáin Eldgjá og gígaröðin Laki á nútíma þaðan sem breiddust út mikil hraun og gervigígar mynduðust. Allt eru þetta jarðminjar með mikilvægi á heimsvísu.