Sveitarfélagið Skagaströnd

Skagaströnd sker sig á ýmsan máta frá öðrum þéttbýlisstöðum á Íslandi. Umsvifalaust tenga margir staðinn við kántrýtónlist og nafn Hallbjörns Hjartarsonar skýtur upp í kolli. Hann er líka oft er nefndur kántrýkóngur Íslands eða kúreki norðursins. Skagaströnd er einnig þekkt fyrir sjávarútveg og í langan tíma hafa verið gerðir út þaðan aflasælir togarar.
Sveitarfélagið Skagaströnd Skagaströnd, Ísland
02/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd auglýsir eftir sjúkraliðum og starfsfólki við umönnun til starfa sem fyrst. Á Sæborg búa að jafnaði níu aldraðir einstaklingar. Helstu verkefni: • Veita íbúum stuðning og umönnun við athafnir daglegs lífs. Hæfniskröfur: • Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvætt viðmót. • Samskipta- og samstarfshæfni. • Framtakssemi og samviskusemi. • Að tala og skrifa íslensku • Hreint sakavottorð. Í boði er: • Gefandi og lærdómsríkt starf. • Aðstoð við að finna hentugt húsnæði • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. • Vaktafyrirkomulag og starfshlutfall samkvæmt samkomulagi Umsókn: • Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri, Jökulrós Grímsdóttir eða staðgengill, í síma 452 2810 / póstfang saeborg@simnet.is • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.