Íslenska gámafélagið

Íslenska Gámafélagið var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa um 250 manns víða um land.

Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði flestrar umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgángs, götusópun, snjómokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.
Fyrirtækið hefur í dag yfir að ráða u.þ.b 2.000 járngámum og um 10.000 plastkara sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.
Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.