VHE

  • Iceland
VHE eða Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. var stofnað árið 1971 af Hjalta Einarssyni og eiginkonu hans Kristjönu G. Jóhannesdóttur.
Lengi vel fór starfsemin að mestu fram í skúr á lóð þeirra hjóna við Suðurgötuna í Hafnarfirði.

Helstu verkefni fyrirtækisins í upphafi voru fyrir ýmis útgerðarfyrirtæki og smærri verktaka og fólust bæði í vélaviðgerðum, rennismíði og ýmis konar stálsmíði.

Í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins að Melabraut 21-27 í Hafnarfirði, í alls 5 byggingum.

Á tíunda áratug síðustu aldar var eignahaldi fyrirtækisins breytt. VHE er ennþá fjölskyldufyrirtæki en er nú rekið af börnum Hjalta og Kristjönu.

Uppbygging stóriðju á Íslandi og þá einkum áliðnaðarins hafði í för með sér miklar breytingar á rekstri VHE og undir lok síðustu aldar voru verkefni tengd þessum geira orðin stærsti hluti starfseminnar.