Álafoss

Álafoss verslunin er staðsett mitt í Álafosskvosinni sem oft hefur verið nefnd hjarta Mosfellsbæjar. Álafosskvosin er einnig talin vera fæðingarstaður ullariðnarins á Íslandi frá því að Álafoss var stofnað árið 1896, þegar Björn Einar Þorláksson (1854-1904)  á Varmá flutti inn vélar til að vinna ullina og notaði til þess vatnsorku úr fossinum,

Í Álafoss er að finna mikið úrval af íslenskum ullarvörum, allt frá hefðbundnum handprjónuðum lopapeysum, hinum geysivinsælu Álafoss teppum yfir í mikið úrval af allskyns lopa og bandi og öðrum vörum tengdum prjónaskap. Að auki má finna mikið af minjagripum og listaverkum frá hinum ýmsu lista- og handverksfólki sem flest hver eru á sinn hátt tengd íslenskri náttúru. Álafossbúðin er staðsett í gömlu ullarverksmiðjunni og þar hefur verið sett upp lítið minjasafn þar sem skoða má sögulegar ljósmyndir og vélar til prjónaskaps, m.a. sokka-prjónavél frá 1930, sem gefur góða innsýn í sögu og menningu ullariðnarins á Íslandi. Kíktu í heimsókn til okkar í Álafossbúðina Mosfellsbæ - við tökum vel á móti þér.