Landbúnaðarháskóli Íslands

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland
  • lbhi.is


Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. LbhÍ tók til starfa í upphafi árs 2005.

Sérstaða meðal háskóla
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal háskóla hérlendis. Þessi sérstaða felst fyrst og síðast í viðfangsefni skólans sem er náttúra Íslands - nýting, viðhald og verndun. Í þessu sambandi er rétt að benda á að nútíma skilgreining á landbúnaði er mjög víð en þar er almennt átt við hvers konar nýtingu, ræktun, vörslu og verndun búfjár, ferskvatnsdýra og auðlinda landsins til atvinnu- og verðmætasköpunar.

Viðfangsefni kennslu og rannsókna við LbhÍ er því landið og það sem á því lifir. Á stundum er sagt að LbhÍ sé “Háskóli lífs og lands” sem er réttnefni.

Landbúnaðarháskóli Íslands er lítill háskóli sem einnig markar honum sérstöðu. Andrúmsloft kennslunnar og félagslífsins verður þar af leiðandi mun persónulegra en ella enda mikið um hópavinnu og sameiginlega úrlausn verkefna.

Landbúnaðarháskóli Íslands
26/01/2018
Fullt starf
Laust er til umsóknar 100% starf lektors í umhverfisskipulagi við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Starfið felur í sér skyldur sem lúta að rannsóknum, kennslu og stjórnun í Auðlinda- og umhverfisdeild. MEÐAL MENNTUNAR- OG HÆFNISKRAFA ERU: samstarfshæfni og lipurð í samskiptum meistarapróf í landslagsarkitektúr góð grunnþekking og hæfni í landmótunarvinnu og hönnun reynsla og færni í notkun helstu hönnunarforrita (Adobe, Sketchup, Cad) er skilyrði reynsla af kennslu, geta og vilji til þess að þróa nýjar aðferðir til þekkingarmiðlunar á fræðasviðinu æskilegt er að umsækjandi hafi átt aðild að rannsóknarverkefnum og öflun styrkja í samvinnu við aðra Frekari upplýsingar veitir Auður Magnúsdóttir deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar í síma 433 5000 eða með tölvupósti (audur@lbhi.is) og á heimsíðu skólans lbhi.is Umsóknarfrestur er til 20. febrúar. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir, Ásgarði, 311 Hvanneyri eða í tölvupósti arnag@lbhi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, kynningarbréf þar sem m.a. koma fram upplýsingar um samskiptahæfni umsækjanda, rannsóknaráherslur og hugmyndir um kennsluaðferðir og þróun þekkingarmiðlunar á sviðinu. Nánari upplýsingar má finna á lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.