MainManager ehf

MainManager er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi í Danmörku, Noregi og á Íslandi auk þess að vera með samstarfsaðila í Englandi og Ástralíu. MainManager ehf. sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar fyrir aðstöðustjórnun (Facility Management). Aðstöðustjórnun miðar að því að auka arðsemi fyrirtækja með markvissri stýringu stoðferla. Með stoðferlum er m.a. átt við stjórnun þróunar-, viðhalds- og rekstrarverkefna, gerð og stýringu þjónustusamninga, umsýslu leigusamninga, stýringu hjálparborðs, orkumál o.fl. Hugbúnaður félagsins heitir MainManager. Stærsti viðskiptavinur MainManager ehf. er Statsbygg í Noregi sem á og rekur flestar fasteignir norska ríkisins (rúmlega 2500 eignir). Meðal annarra erlendra viðskiptavina má nefna DR húsið í Kaupmannahöfn, Kaupmannarhafnarháskóla, Aston University í Birmingham og Köbenhavns kommune. Meðal viðskiptavina hér heima má nefna Reykjavíkurborg, Olíudreifingu, Ríkiseignir, Garðarbæ, ISAVIA, Mannverk, N1, Skeljung og Landsbankann. MainManager er til húsa að Smáratorgi 3 í Kópavogi þar sem öll aðstaða starfsmanna er til fyrirmyndar. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 20, þar af 15 á Íslandi.