Vegagerðin

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt vegalögum nr. 80/2007 en að auki skilgreina fjölmörg önnur lög starfsumhverfi stofnunarinnar sbr. kaflann um lög og reglugerðir hér á vefnum.

Veghaldari er sá aðili sem hefur veghald, en veghald merkir forræði yfir vegi og vegsvæði, þar með talið vegagerð, þjónusta og viðhald vega.

Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt nánar á eftirfarandi hátt:

Að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Með þessu er átt við að samgöngur séu tryggar allt árið með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. Sérstök áhersla er lögð á samgöngur innan þjónustusvæða og að leiðarvísun sé eins skilmerkileg og frekast er kostur. Við gerð vega og viðhald þeirra er lögð sérstök áhersla á að slys verði sem fæst á vegfarendum ekki síst hinum óvarða eða gangandi vegfaranda. Reynt er að taka sem mest tillit til óska vegfarenda og að sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa sé sem best. Sérstaklega er reynt að hafa mengun eins litla og hægt er og sýna náttúru og minjum tillitsemi.

Vegagerðin
23/03/2018
Fullt starf
Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni Höfn í Hornafirði eru laus til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Starfssvið Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu á starfssvæðumi Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði. Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum  vegbúnaði. Ýmis vinna í starfsstöð Menntunar- og hæfniskröfur Almenn menntun Almenn ökuréttindi og meirapróf Vinnuvélaréttindi Reynsla af ámóta störfum æskileg Reynsla af vegheflun er æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp Góð kunnátta í íslensku Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.  Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið  starf@vegagerdin.is   Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar  um starfið veitir Reynir Gunnarsson rekstrarstjóri á þjónustustöðinni á Höfn í síma 522 1991 og í gegnum netfangið  reynir.gunnarsson@vegagerdin.is  og Davíð Þór Sigfússon byggingafræðingur í síma 522 1945 og í gegnum netfangið  david.th.sigfusson@vegagerdin.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Vegagerðin
23/03/2018
Fullt starf
Vegagerðin auglýsir eftir viðskiptafræðingi til starfa á fjárhagsdeild í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf. Fjárhagsdeild Vegagerðarinnar er með starfsemi á fimm stöðum á landinu og sér um fjárhald og bókhald stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna. Starfssvið Felst í því að vera hægri hönd aðalbókara og staðgengill hans, sinna almennum bókhaldsstörfum, vinna að innleiðingu rafrænna pantana og rafrænna reikninga auk annarra verkefna deildarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur   Viðskiptafræði Þekking og reynsla af bókhaldi og uppgjöri Góð hæfni í mannlegum samskiptum Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu Frumkvæði og faglegur metnaður Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi Góð íslenskukunnátta Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hannes Már Sigurðsson, forstöðumaður fjárhagsdeildar hms@vegagerdin.is eða í síma 522 1050. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.