Viðhald og viðgerðir ehf.

Viðhald tekur að sér stór og lítil verk bæði innanhúss og utan. Almenn smíðavinna, múrverk, málun, pípulagnir o.fl. Meðal viðskiptavina eru stærstu fasteignafélög landsins ásamt opinberum stofnunum, húsfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Viðskiptavinir okkar eru atvinnumenn í rekstri fasteigna, við erum atvinnumenn í viðhaldi fasteigna. Við leggjum áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð í öllu verkferlinu hvort sem það snýr að tilboðs- og samningagerð, verkþættinum sjálfum eða verkefnastjórnun og samskiptum við viðskiptavini.
Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 50 manns. Þar af eru níu iðnmeistarar á sviði húsasmíði, múrverks, málningar og pípulagna, auk iðnaðarmanna, iðnnema og verkamanna. Þá starfa þrír starfsmenn við verkefnastjórnun og bókhald á skrifstofu félagsins. Starfsmenn félagsins hafa áralanga reynslu af byggingamarkaði og viðhaldi fasteigna.