aurum

Aurum var stofnað árið 1999 af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur gullsmiði og hönnuði og hefur hún síðan rekið verslunina í miðbæ Reykjavíkur. 
Frá árinu 2003 hefur Aurum skartgripaverslun og gullsmíðaverkstæði verið staðsett að Bankastræti 4. Árið 2009 stækkaði Aurum verslun sína og bætti við Aurum concept store en þar er að finna úrval gjafavara frá öllum heimshornum. Vefsíða fyrir Aurum concept store er væntanleg í byrjun árs 2014.

Aurum skartgripir eru hannaðir af Guðbjörgu Ingvarsdóttur. Aðrar vörur undir nafni aurum og Guðbjargar sem fáanlegar eru á vefsíðunni er aurum postulíns borðbúnaður sem er hannaður í samvinni við finnska hönnunarteymið elinno. Borðbúnaðurinn er unnin út frá skartgripalínunum Heklu og Dögg. Árið 2013 bættist Ilmkerti í gjafalínu Aurum það er unnið í samstarfi við hönnunarfyrirtækið og kertaframleiðandann Popup Paris. Ilmkertið er unnið út frá innblæstri skartgripalínu Guðbjargar sem kallast Hrafn. 

Aurum vekur eftirtekt.
Verslunin aurum hefur vakið eftirtekt fyrir óvenjulega og skemmtilega samsetningu á hönnun og vöruúrvali. Um aurum hefur verið fjallað í erlendum hönnunartímaritum og öðrum fjölmiðlum. Þykir skartgripaverslunin hafa óvenjulega mikið af heilsteyptum skartgripalínum eftir sama hönnuð.
Árið 2011 fékk Aurum Njarðarskjöldinn sem ferðamannaverslun ársins. Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Horft er til margra þátt svo sem markaðs-og kynningarmála, auglýsinga, vefs og útlit almennt.
Í gegnum árin hefur starfsfólk Aurum lagt mikinn metnað í fallegar gluggaútstillingar og hefur það orðið eitt af einkennum aurum að vera með áhugaverðar og metnaðarfullar útstillingar í glugga sem gleðja augu viðskiptavina okkar, vekja forvitni og eftirtekt. Líta má á útstillingarglugga aurum sem sérstakt sýniningarrými fyrir þær hönnunarvörur sem verslunin telur vert að vekja eftirtekt á hverju sinni.
aurum
08/03/2018
Fullt starf / hlutastarf
Við óskum eftir duglegum og drífandi einstakling vinnu til okkar Starfið er aðrahvora helgi (laugar-og sunnudag ) og svo 100% starf yfir sumartímann Góður kostur ef viðkomandi er: • Samviskusamur, duglegur og orkumikill • Með jákvætt viðmót og góða þjónustulund • Áhugasamur um fallega hönnun • Er með reynslu af verslunarstörfum  • Getur hafið störf sem fyrst  Ef þú hefur áhuga endilega sendu okkur ferilskrána þína á laila@aurum.is. Öllum umsóknum er svarað