Rauði krossinn í Reykjavík

  • Efstaleiti 9, Reykjavík, 103, Iceland
Rauði krossinn í Reykjavík leggur áherslu á valdeflandi stuðning við berskjaldað fólk í öllum hverfum borgarinnar. Deildin bregst við brýnum þörfum fólks sem býr við þrengingar í þeim tilvikum sem opinber stuðningur er ekki til staðar eða nægir ekki. Deildin greinir reglulega þörfina í nærsamfélaginu, og getu Rauða krossins til að mæta henni, og hagar starfi sínu í samræmi við niðurstöðuna.