Samhentir - Umbúðalausnir

Samhentir Kassagerð ehf er 20 ára á þessu ári. Starfsemin felst í innflutningi og sölu á umbúðum, rekstrarvörum og vélbúnaði til pökkunar. Viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, iðnaði, kjötvinnslu og verslun tengdri matvöru. Fjöldi starfsmanna í dag er um 37.
Vörumerking ehf er að fullu í eigu Samhentra Kassagerð ehf. Starfsemin felst í framleiðslu á límmiðum, állokum, lyfjaáli, dósa- og flöskumiðum, plastkortum og ýmsu fleiru. Félagið var stofnað 1962, en Samhentir Kassagerð ehf kaupa félagið 2012. Fjöldi starfsmanna er um 38.
Starfsemi beggja félaga er í Suðurhrauni 4, Garðabæ og söluskrifstofa að Furuvöllum 3, Akureyri.