Þörungaverksmiðjan hf

  • VL , Iceland
Þörungaverksmiðjan hf. var stofnuð á Reykhólum árið 1986. Fyrirtækið framleiðir mjöl úr klóþangi (Ascophyllum nodosum) og hrossaþara (Laminaria digitata) sem sótt er til vinnslu víðs vegar úr Breiðafirði. Undanfari Þörungaverksmiðjunnar hf. var Þörungavinnslan hf. sem hóf starfsemi árið 1975.
Núverandi eigendur Þörungaverksmiðjunnar h.f. eru bandaríska fyrirtækið FMC Corporation sem á 71,6% hlutafjár í verksmiðjunni. Auk FMC Corporation á Byggðastofnun 27,7% hlut í Þörungaverksmiðjunni, aðrir hluthafar eru um 70. FMC Corporation keypti í ágúst 2008 hlutabréf bandaríska fyrirtækisins ISP í Þörungaverksmiðjunni hf. Þörungaverksmiðjan hf. starfar náið með FMC Corporation í Skotlandi og Noregi, FMC Corporation er jafnframt stærsti kaupandi á afurðum verksmiðjunnar.