Umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður Alþingis hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og sinnir því með úrvinnslu kvartana og málum sem hann tekur upp að eigin frumkvæði. Í störfum hjá umboðsmanni Alþingis reynir því á reglur um hin ýmsu svið stjórnsýslunnar auk lögfræðilegra álitaefna á sviði stjórnskipunar og mannréttindareglna. Embættið leggur áherslu á aðgengi starfsfólks að heimildum og lögfræðibókum í þessum greinum og starfsfólk er hvatt til endurmenntunar. Nánari upplýsingar um starf umboðsmanns Alþingis má sjá á vefsíðu embættisins: www.umbodsmadur.is.