Fljótdalshérað

Sveit­ar­fé­lagið Fljóts­dals­hérað varð form­lega til sem stjórn­sýslu­eining 1. nóvember árið 2004.

Íbúar þáver­andi sveit­ar­fé­laga á Fljóts­dals­héraði, nema íbúar í Fljóts­dals­hreppi, höfðu þá í kosn­ingum samþykkt að sameina þrjú sveit­ar­félög af fjórum, sem þá voru, í eitt og var nafnið Fljóts­dals­hérað valið sem heiti þess. Samein­ingar sveit­ar­fé­laga höfðu áður orðið á Héraði í lok 10. áratugar síðustu aldar, en þá samein­uðust Jökul­dals­hreppur, Hlíð­ar­hreppur og Tungu­hreppur og til varð sveit­ar­fé­lagið Norður-Hérað.  Einnig höfðu Egils­staðabær, Skrið­dals­hreppur, Valla­hreppur, Eiða­þinghá og Hjalta­staða­þinghá sameinast í sveit­ar­fé­lagið Austur-Hérað. Þessi tvö sveit­ar­félög, ásamt Fella­hreppi samein­uðust svo í Fljóts­dals­hérað.

Starfs­svæðið nær yfir, auk Fljóts­dals­héraðs, Vopna­fjörð, Borga­fjörð eystri, Seyð­is­fjörð, Fljóts­dals­hrepp og Djúpavog.