Grunnskóla Grindavíkur

Grunnskóli Grindavíkur er heildstæður skóli með 461 nemanda frá 1. - 10. bekk. Í húsnæði við Suðurhóp 2 er 1. til 3. bekkur en í húsnæði við Ásabraut 2 er 4. til 10. bekkur. Skólinn er einsetinn og eru tvær til þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi. Íþrótta- og sundkennsla fer fram í íþróttamiðstöð og sundlaug bæjarins.