Tripical

Við hjá Tripical erum með eitt markmið: að gera ferðalagið þitt að ógleymanlegu ævintýri.

Það eiga allir sína drauma, þeir eru bara misstórir. Tripical er ung og fersk ferðaskrifstofa sem hjálpar ævintýragjörnum ferðalöngum að láta drauma sína rætast, sama hver stærðargráðan er. Tripical útfærir og skipuleggur ferðir fyrir þá sem njóta þess að fara á nýja staði, kynnast annars konar menningu, prófa nýjan mat og upplifa annað umhverfi.

Á tímum hnattvæðingar verður heimurinn sífellt minni og minni og það verður stöðugt einfaldara að ferðast. Stundum snýst þetta bara um að kýla á hlutina, hoppa upp í vél og halda á vit ævintýranna. Við hjá Tripical erum ævintýragjörn, uppátækjasöm og við elskum að ferðast. Við viljum nálgast íslenska ferðaþjónustu á alveg nýjan hátt og hjálpa fólki að láta alla sína villtustu ferðadrauma rætast. Þess vegna erum við svo miklu meira en bara ferðaskrifstofa, við erum ævintýramiðlun.

Tripical býður úrval ferða til spennandi áfangastaða, hvort sem leitað er eftir ævintýrum í Asíu eða rómantískri borgarferð. Teymið okkar sér um alla skipulagningu og sér til þess að þú fáir sem mest út úr þínum tíma í ferðalaginu. Þú velur ferðamáta, hraða, lengd ferðalags, árstíð og afþreyingu. Tripical sér um rest.