Land og saga - Icelandic Times

Land og saga hefur nú um árabil gefið út blöð er lúta að skipulagi, hönnun og byggingaframkvæmdum. Auk blaða um skipulag, hönnun og byggingar þá hefur Land og saga gefið út fimm tölublöð um ferðaþjónustu á Íslandi, undir nafninu Sumarlandið. Einning hefur Land og saga gefið út blað um íslenska orkugeirann, Íslensk Orka, og  sérblöð um menntun og nýsköpun. Nýjasta útgáfan er svo ferðaþjónustublað sem skrifað er á ensku, frönsku og þýsku undir titlinum Icelandic Times. Blaðið er ætlað þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja land og þjóð allt árið um kring.

Blöðin hafa öll fengið afar góðar viðtökur, jafnt á meðal almennings sem fagaðila, og hefur það hvatt okkur áfram. Smellið á myndina og skoðið blöðin.
Land og saga - Icelandic Times
02/03/2018
Fullt starf
IcelandIc TImes Land og Saga media er útgáfufyrirtæki í örum vexti, hérlendis sem og á Norðurlöndum. Fyrirtækið gefur út vönduð tímarit sem miða að því að upplýsa væntanlega - og hingað komna ferðamenn, um allt sem viðkemur ferðamennsku, menningu og viðskiptum á Íslandi. Hæfniskröfur • Góðir sölu- og samskiptahæfileikar • Almenn tölvukunnátta • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri Ritin Icelandic Times og Land og Saga eru ein útbreiddustu ferðatímarit landsins og eru gefin út á fimm tungumálum; ensku, íslensku, frönsku, þýsku og kínversku. Land og Saga media býður einnig upp á margvíslega þjónustu s.s. myndbandagerð, vefumfjallanir ofl. Hlutverk sölumanns er að sinna helstu viðskiptavinum fyrirtækisins með tilliti til þarfa og lausna í kynningarmálum þess. Sölumaður ber ábyrgð á samskiptum við núverandi viðskiptavini ásamt þróun nýrra viðskiptasambanda. Við viljum ráða einstakling með brennandi áhuga á því nýjasta í ferðamannaiðnaðinum og góða samskiptahæfileika. Viðkomandi þarf að vera söludrifinn, hugmyndaríkur og óhræddur við að afla nýrra viðskipta. Laun eru árangurstengd og geta því verið mjög góð fyrir réttan aðila. Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á info@icelandictimes.com merkta: „Atvinnuumsókn október 2016”.