Framkvæmdasýsla ríkisins

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland
  • fsr.is

Hlutverk:
Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.
Tilgangur:
Tilgangurinn með rekstri Framkvæmdasýslu ríkisins er að byggja upp á einum stað innan ríkisgeirans sérþekkingu á verklegum framkvæmdum þar sem því mikilvægt er að ríkið sem verkkaupi búi yfir slíkri þekkingu. Framkvæmdasýsla ríkisins skal einnig hafa frumkvæði að verkefnum er lítur að samræmingu gagna, þróun á sviði verklegra framkvæmda og notkun á upplýsingatækni á sínu sviði. 
Staða:
Framkvæmdasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið. Engin stjórn er yfir stofnuninni og er forstjóri hennar því ábyrgur gagnvart fjármálaráðherra. Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins og veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda.