Amnesty International

  • Iceland
Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.

Við trúum því að mannréttindabrot komi öllu fólki við, hvar svo sem þau eru framin.

Félögum misbýður þau mannréttindabrot sem eiga sér stað um heim allan en sameinast í von um betri heim – og því berjast þeir fyrir auknum mannréttindum með mannréttindastarfi og alþjóðlegri samstöðu.

Hlutverk Amnesty International er að sinna rannsóknum og hvetja til aðgerða til þess að hindra og binda enda á alvarleg mannréttindabrot og krefjast réttlætis fyrir þá sem hafa mátt þola slík brot.

Félagar okkar og stuðningsaðilar þrýsta á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðlegar hreyfingar.

Baráttufólk í okkar röðum vinnur að mannréttindum með viðburðum af ýmsu tagi þar sem leitast er við að nýta samtakamátt félaga og almennings og beinum þrýstingi og herferðarstarfi, meðal annars á netinu.