Harðviðarval

Harðviðarval hefur ætíð leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum allt það nýjasta og besta í öllum tegundum gólfefnum ásamt því að bjóða mikið úrval hurða. Við erum með glæsilegan sýningarsal að Krókhálsi 4 en þar geta viðskiptavinir okkar séð sýnishorn af öllum þeim vörum sem við höfum upp á að bjóða ásamt því að leita ráða hjá gólfefna sérfræðingum okkar.

Harðviðarval Harðviðarval ehf, Krókháls, Reykjavík, Ísland
15/03/2018
Fullt starf
Harðviðarval ehf. leiðandi gólfefnafyrirtæki á íslenskum markaði óskar eftir sölufulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá framsæknu fjölskyldufyrirtæki með kennitölu síðan 1978.  Harðviðarval var meðal 15 efstu í sínum flokki í vali á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2017. Hæfnikröfur: Yfirburða þjónustulund Vilji til að skara fram úr væntingum viðskiptavina Skipulagshæfileikar og stundvísi Almenn tölvukunnátta Reynsla af sölustörfum Starfið felst í: Sölu og þjónustu á gólfefnum Tilboðsgerð og ráðgjöf Samskipti við verktaka og arkitektastofur Vinnutími er frá 9-18 virka daga og annan hvern laugardag frá 11-15. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir óskast sendar á umsokn@parket.is