Raf ehf

Þann 5. maí árið 1980 stofnaði Árni Bergmann Pétursson fyrirtækið Raf á Akureyri. Þó að í upphafi hafi hefðbundin rafvirkjun verið kjarninn í starfsemi Raf, hefur Árni alla tíð aukið fjölhæfni fyrirtækisins og starfsmanna þess með nýsköpun og vöruþróun. Frá fyrstu stýringum, sem gerðar voru með T-kubbakerfi og PIC örgjöfum, til öflugra stýrivéla dagsins í dag hefur Raf verið ötult við að notast við nýjustu tækni til að leysa einföld sem flókin viðfangsefni. Nýsköpun og vöruþróun hafa leitt til þess að Raf getur núna boðið framúrskarandi búnað á borð við sprautuvélarkerfi, ósontæki og rafsíur. Eitt aðalsmerki Raf er að bjóða fram heildarlausnir og hafa þjónustuna í fyrirrúmi.