Hvalfjarðarsveit

Hvalfjarðarsveit er blómleg sveit sem nær frá Hvalfjarðarbotni í austri, Skorradal í norðri, Borgarfjarðarbrú í vestri og Akranesi í suðri.  Landslagið er fjölbreytt, bæði allmikið undirlendi en einnigsnarbrattar hlíðar formfagurra fjalla og vogskornar og lífauðugar strendur.  Náttúrufegurð er víða allmikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.  Vesturlandsvegur liggur eftir endilöngu sveitarfélaginu frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú.