Vörður

  • Iceland
Vörður tryggingar er framsækið vátryggingafélag sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Í dag starfa um 80 starfsmenn hjá
félaginu. Vörður er áhugaverður vinnustaður fyrir fólk sem vill taka þátt í að móta frekari uppbyggingu og vöxt félagsins. Vörður hefur
hlotið jafnlaunavottun VR en hjá félaginu er bæði jafnlauna- og jafnréttisstefna. Starfsánægja mælist há hjá Verði sem og ánægja
viðskiptavina en Vörður fékk hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni.