iglo+indi


iglo+indi er íslenskt barnafatamerki sem var stofnað árið 2008 af Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði. Allar vörur merkisins eru hannaðar á Íslandi og einkennast af tærum litum, einstökum mynstrum og leikgleði. Við teljum öll börn vera listafólk sem sjá liti, form og mynstur í öllu. Allar iglo+indi línurnar er hannaðar þannig að börn geti sjálf sett saman sínar eigin samsetningar með leikgleði að leiðarljósi.

Handteiknaðar myndir og mynstur, sérvaldir litir, þægileg snið og mjúk lífræn bómull eru það sem gerir iglo+indi að skemmtilegu og einstöku merki fyrir öll börn.

Vörur iglo+indi eru hannaðar á Íslandi og framleiddar í Portúgal úr GOTS vottaðri lífrænni bómull.