Bernhard Laxdal

  • Rvk og nágrenni , Iceland
Bernharð Laxdal er elsta starfandi kvennfataverslun landsins, en fyrirtækið var stofnað á Akureyri af samnefndum manni,  árið 1938. Þegar fyrsti stórmarkaður landsins tók til starfa haustið 1960, í Kjörgarði við Laugavegi 59 í Reykjavik, með rúllustigum og hvaðeina, opnaði Bernharð Laxdal þar glæsilega verslun á annari hæð. Margir tryggir viðskiptavinir verslunarinnar, eiga hlýjar minningar frá þeim tíma, þegar fermingarkápan var keypt hjá Bernharð Laxdal í Kjörgarði.
 
Árið 1982 flutti verslunin í þá nýbyggt glæsilegt húsnæði á götuhæð við Laugavegi 63, þar sem hún starfar enn í dag. Í Mai 2001 tóku núverandi eigendur Guðrún R. Axelsdóttir og Einar Eiríksson við rekstrinum, en fram að þeim tíma hafði fyrirtækið verið í eigu sömu fjölskyldu.
 
 Eftir eigendaskiptin var verslunin innréttuð frá grunni, með nýjum glæsilegum innréttingum, frá einum helsta birgja  fyrirtækisins, hinum þekkta þýska kvennfata hönnuði, Gerry Weber. Hinar vel hönnuðu og hagkvæmu innréttingar, hafa gert það mögulegt að auka vöruúrvalið, og bæta nýjum birgjum í hópinn.