Arkþing

  • Bolholt 8, Reykjavík, Rvk og nágrenni 105, Iceland
Arkþing ehf. er framsækið ráðgjafarfyrirtæki á sviði utan- og innanhúshönnunar, gerð skipulaga og annarra mannvirkja-framkvæmda.

Meðal þeirra þátta sem fyrirtækið vinnur við er:
- ráðgjöf og þarfagreining vegna framkvæmda
- hönnun mannvirkja til útboðs eða framkvæmda
- gerð innréttinga til útboðs eða framkvæmda
- gerð kostnaðaráætlanna
- hönnunarstjórnun
- gerð skráningartaflna og eignaskiptasamninga
- gerð aðal- og deiliskipulagsuppdrátta.

Starfsaðstaða er í eigin 350 m² húsnæði að Bolholti 8.  Öll starfsaðstaða er góð, tölvubúnaður er uppfærður reglulega og á stofunni er notast við nýjustu útgáfur af hönnunarhugbúnaði frá Autodesk.

Í dag starfa hjá fyrirtækinu arkitektar, byggingafræðingar og rekstrarfræðingur. Stofan hefur tekið þátt í fjölda samkeppna og unnið til margra verðlauna og viðurkenninga.

Eigendur Arkþings ehf. eru:
Sigurður Hallgrímsson - Arkitekt FAÍ
Hjörtur Pálsson - Byggingafræðingur BFÍ
Arkþing
09/03/2018
Fullt starf
Vegna aukinna umsvifa og fjölbreyttra verkefna framundan, leitum við að arkitekt og byggingafræðingi. A.m.k. 5 ára reynsla við hönnun bygginga æskileg. Við bjóðum upp á skemmtilegan vinnustað með góðum anda þar sem unnið er af metnaði. Í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu. Umsóknarfrestur er til 22. mars. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir með ferilskrá og dæmum um fyrri verk sendist á arkthing@arkthing.is