Grund, Mörk og Ás

Grund, Mörk og Ás

Grund fagnaði 95 ára afmæli sínu þann 29. október 2017 við mikinn fögnuð í hátíðarsal  heimilisins. Grund er sjálfseignarstofnun og elsta starfandi heimili fyrir aldraða hér á landi. Stofnun heimilisins var talsvert átak á sínum tíma vegna tíðaranda og aðstæðna í þjóðfélaginu á þeim tíma, og hafa miklar breytingar og framfarir átt sér stað síðustu 95 árin. Í dag sér Grund einnig um rekstur Dvalarheimilisins Áss og Hjúkrunarheimilisins Markar sem bæði eru rekin í anda Eden hugmyndafræðinngar.

Hjúkrunarheimilið Mörk 

Hjúkrunarheimilið Mörk var opnað í ágúst árið 2010 en Félags - og tryggingamálaráðuneytið undirritaði samning við dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund um rekstur þessa nýja og glæsilega hjúkrunarheimilis.

Stuðst er við Eden hugmyndafræðina við rekstur heimilisins. Við hlið hjúkrunarheimilisins eru 78 glæsilegar þjónustuíbúðir og geta íbúar sótt sér ýmsa þjónustu á hjúkrunarheimilið. Um þessar mundir er verið að reisa 74 nýjar þjónustuíbúðir norðanmegin við hjúkrunarheimilið.