Arion banki

  • Nauthólsvegur, 101 Reykjavík, Ísland

Arion banki er líflegur og spennandi vinnustaður. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Við ræktum jákvæðan starfsanda og leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þroskist og þróist í starfi með markvissri fræðslu og þjálfun.

Straumlínustjórnun er hluti af daglegri menningu með stöðugum umbótum og samvinnu allra starfsmanna. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál og árið 2016 hlutum við Jafnlaunavottun VR.

Saman látum við góða hluti gerast.

Arion banki
16/03/2018
Fullt starf
Við leitum að hæfileikaríkum sérfræðingi í öflugt teymi fjárstýringar á fjármálasviði Arion banka til að sinna viðskiptum og verðlagningu á fjármálamarkaði. Helstu verkefni lúta að gjaldeyrisviðskiptum og lausafjárstýringu ásamt öðrum viðskiptum fjárstýringar. Um er að ræða krefjandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi. Í boði er starf fyrir framúrskarandi einstakling sem hefur áhuga og metnað til að byggja upp starfsframa á fjármálamarkaði. Helstu verkefni Viðskiptavakt á íslenskum millibankamarkaði Viðskipti við innlendar og erlendar fjármálastofnanir Verðlagning fjármálaafurða Stýring á áhættuþáttum sem tengjast efnahag bankans Hæfniskröfur Meistaragráða í verkfræði, raunvísindum eða viðskiptatengdum greinum Frumkvæði, drifkraftur, heiðarleiki og metnaður Hæfni í samskiptum og fagleg vinnubrögð Áhugi og þekking á innlendum og erlendum efnahagsmálum Þekking á afleiðum og áhættuvörnum er kostur Starfsreynsla á fjármálamarkaði er æskileg Nánari upplýsingar um starfið veita Eiríkur Dór Jónsson, forstöðumaður fjárstýringar, sími 444 7171, netfang eirikur.jonsson@arionbanki.is og Hanna María Pálmadóttir mannauðsstjóri, sími 444 6333, netfang hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2018. Sótt er um á www.arionbanki.is . Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.