Raftákn

  • Iceland
Raftákn er verkfræðistofa á rafmagnssviði stofnuð 1. júní 1976 á Akureyri af þeim Árna V. Friðrikssyni, Gerði Jónsdóttur, Daða Ágústssyni, Gunnari Ámundasyni, Jóhannesi Axelssyni, Sigrúnu Arnsteinsdóttur og Jóni Otta Sigurðssyni.

Núverandi eigendur Raftákns eru Anna Fr. Blöndal, Árni V. Friðriksson, Brynjólfur Jóhannsson, Finnur Víkingsson, Gunnar H. Reynisson, Jóhannes Sigmundsson, Jóhannes Axelsson, Jón Heiðar Árnason, Jón Viðar Baldursson, Sigrún Arnsteinsdóttir og Gunnlaugur Búi Ólafsson.

Hjá Raftákni eru nú 30 starfsmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og skrifstofumaður.
Raftákn vinnur eftir vottuðu gæðastjórnunarkefi sem byggt er á ÍST EN ISO 9001:2008. Gæðastjórnunarkerfið var tekið út og vottað 2011.
Fyrirtækið er rekið í þrem deildum eða sviðum, byggingasviði, iðnaðarsviði og fjarskiptasviði.