Háskólinn á Akureyri

  • Iceland
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og hefur frá þeim tíma verið í stöðugri uppbyggingu og þróun sem ein af megin menntastofnunum landsins.  
Starfsmenn háskólans telja það hlutverk sitt að skapa samfélag þar sem nemendum líður vel í persónulegu umhverfi sem örvar þá til skapandi verka. Námið fer yfirleitt fram í litlum hópum þar sem hægt er að halda uppi góðri þjónustu við hvern og einn nemanda. Áhersla er lögð á að nemendur hafi góðan aðgang að kennurum sínum þannig að þeir í sameiningu geti stutt við nám nemandans í kröfuhörðu umhverfi.Brautskráðir nemendur Háskólans á Akureyri bera honum gott vitni og eru ánægðir með það nám og reynslu sem þeir hafa fengið.