Þjóðskrá Íslands

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfssviðs Þjóðskrár er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.

Við höfum metnað til að hlúa að vinnustað okkar og leggjum áherslu á fjölskylduvænt umhverfi með sveigjanleika fyrir starfsmenn. Þjóðskrá Íslands tekur nú þátt í tilraunarverkefni um styttingu vinnuvikunnar.