Landsnet

  • Iceland
Um Landsnet

Við flytjum raforku á Íslandi og sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið. Við höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.