Farfuglar

  • Iceland
Farfuglar er sjálfseignarstofnun sem hefur það hlutverk að styðja við sjálfbæra og ábyrga ferðamennsku og menningarlega
fjölbreytni. Starfsemin hófst í frjálsum félagasamtökum 1939. Sérstaða og samkeppnisrekstur Farfugla byggir á vitund og ástríðu starfsfólks sem hefur gildin víðsýni, virðing og gestrisni að leiðarljósi. Farfuglar eru aðilar að alþjóðasamtökum Farfugla – Hostelling International – og eiga systursamtök í 80 þjóðlöndum um allan heim. Hjá Farfuglum starfa að jafnaði 70 starfsmenn á sex starfsstöðvum í Reykjavík og Borgarnesi. Einnig eru Farfuglar í samstarfi við rekstraraðila yfir 30 farfuglaheimila um allt land sem reka gistingu og aðra þjónustu undir merkjum Farfugla.