WP Vefhönnun

  • Rvk og nágrenni , Iceland
WP Vefhönnun sérhæfir sig í WordPress vefsíðugerð
Sérsniðnar vefsíður


Allar okkar vefsíður eru snjallvænar og laga sig að mismunandi skjástærðum, spjaldtölvum og snjallsímum sem gerir það að verkum að vefsíðan verður aðgengileg öllum hvar og hvenær sem er. Við sérsníðum réttu veflausnina eftir þínum þörfum svo þú náir tilætluðum árangri á netinu.
WordPress vefumsjónarkerfið er stærsta og vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. Það er einfalt, notendavænt, er í stöðugri þróun, hár öryggisstuðull og hægt að stilla á íslensku. Allar okkar vefsíður eru tengdar við Google Analytics og Google Webmaster tools.
Fyrirtæki á borð við CNN, Ford, Mozilla Firefox, Playstation, Samsung, Sony, Yahoo o.fl. nota WordPress vefumsjónarkerfið.

Vefumsjón (vefstjóri)
Við bjóðum upp á vefumsjón (vefstjóri) sem er persónuleg og sérsniðin þjónusta að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Við sjáum um viðhald og uppfærslur vefsvæða, innsetningu texta, ljósmynda og skjala, mælum fjölda heimsókna o.fl.